Þeir örlagafélagarnir Magnús og Tómas taka aftur flugið með geimskipi sínu. Að þessu sinni sveimuðu þeir yfir landsvæðum norður Ameríku. Réttast sagt yfir bandaríkjum norður Ameríku. Þar var markt kynlegt að sjá og heyra. Hljómplötuna sem inniheldur fleiri lög en blaðsíður símaskránnar sálugu gerðu þeir á ferð sinni um áður nefndar slóðir og hljóðrituðu í hinum ýmsu tónlistarhúsum, klúbbum, útvarpsstöðvum, rútum, hótelherbergjum, hótellobbýum, skemmtistöðum, almenningsgörðum, hafnarboltavöllum, hljóðverum, fólksbílum, verslunum, gatnamótum, veitingastöðum og sundlaugarbökkum svo fátt eitt sé nefnt.
Stórskotalið listafólks kom að gerð plötunnar. Þar má nefna Albert Finbogason, Bjarna Þór Jensson, Carly Hoskins, Diner Diane, Ghostboi, Jökul Brynjarsson, Leanne Rosanne, Laurence Vidal, Luke Van Wyhe, Nönnu Hilmarsdóttur, Óskar Guðjónsson, Parking lot Stew, Ragnar Þórhallsson, Rakeli Sigurðardóttur, The Pirates, Valdimar Kolbein Sigurjónsson og The Streets of NYC.
Auk Magnúsar og Tómasar sá Jóhann Rúnar Þorgeirsson um upptökur og hljóðblöndun. Hljómjöfnun var í höndum Sigurdórs Guðmundssonar.
Hönnun umslags var í höndum Ragnars Þórhallssonar og Davíðs Arnars Baldurssonar.
Góða skemmtun.