Skilmálar

SKILMÁLAR FYRIR VEFVERSLUN REYKJAVIK RECORD SHOP

Almennar upplýsingar um seljandann

Seljandi á vörum og þjónustu Reykjavík Record Shop á RRS.is og ReykjavikRecordShop.is er Plötubúð Reykjavíkur slf. (kt.: 620914-0960 og vsk nr. 118039), með starfsstöð að Klapparstíg 35, 101 Reykjavík (hér eftir vísað til „Reykjavík Record Shop“ eða „verslunarinnar“).

Verð á heimasíðu Reykjavík Record Shop

Reykjavík Record Shop áskilur sér rétt til að breyta verðum á síðunni fyrirvaralaust. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um að þær kunni að vera rangar og/eða að um prent- eða innsláttarvillu sé að ræða. Reykjavík Record Shop áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef verslunin telur að uppgefnar forsendur síðunnar hafi verið rangar.

Afhendingartími og sendingarkostnaður

Vörur til afhendingar í verslun eru afhendar næsta virka daga nema annað sé tekið fram í vörulýsingu eða samið sé um annað. Hafi viðskiptavinur valið að sækja pöntun í verslun við pöntun þarf að sækja pöntunina innan 60 daga frá því að pöntun var gerð.

Vörur til afhendingar með Póstinum eru afhendar Póstinum innan tveggja virkra daga, en afgreiðslutími pantana fer að öðru leyti eftir því hvar viðskiptavinur er staðsettur í heiminum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslu sendingarkostnaðar og bætist slíkur kostnaður við í greiðsluferli á síðunni.

Um vörur í forpöntun gildir sú áætlaða útgáfudagsetning sem kom fram í vörulýsingu. Athugið að ófyrirséðar tafir geta orðið á afhendingu forpantaðra vara sem veldur því að áætluð útgáfudagsetning breytist frá því að pöntun var upphaflega gerð.

Skilaréttur

Hægt er að skila vöru allt að 14 dögum eftir að gengið hefur verið frá kaupum. Til að hægt sé að skila vörunni þarf hún að vera í upprunalegu ástandi, í plasti og bera allar þær merkingar sem hún kann að hafa borið þegar hún var afhent kaupanda. Reykjavík Record Shop áskilur sér rétt til að taka ekki við vöru sé talið að hún sé ekki í upprunalegu ástandi. Ýmist er hægt að fá vörunni skipt eða fá hana að fullu endurgreidda.
Sérpöntuðum vörum er þó ekki hægt að skila nema um augljósan galla á vörunni sé að ræða eða að varan hafi skemmst í flutningi.

Til þess að nýta skilarétt þarft þú að tilkynna okkar um ákvörðun þína með ótvíræðri yfirlýsingu, t.d. með tölvupósti á netfangið reykjavikrecordshop@gmail.com innan 14 daga frá þeim tíma er gengið var frá kaupum og koma vörunni í verslun okkar á Klapparstíg. Ef þú óskar eftir endurgreiðslu munum við endurgreiða þér vöruna að fullu, en sendingarkostnaður fæst þó ekki endurgreiddur.

Vinnsla persónuupplýsinga

Reykjavík Record Shop leggur sig fram um að gæta þess að farið sé með persónuupplýsingar viðskiptavina í samræmi við gildandi persónuverndarlög.

Í þeim tilgangi að geta afgreitt pantanir sem berast í gegnum vefverslun er Reykjavík Record Shop nauðsynlegt að vinna með upplýsingar um nafn, heimilisfang, netfang, greiðsluupplýsingar og vörukaup viðskiptavina. Vinnsla þessi byggist á samningi aðila.

Reykjavík Record Shop áskilur sér rétt til að nýta tölvupóstfang viðskiptavina til þess að hafa samband við þá í markaðslegum tilgangi, s.s. til að upplýsa viðskiptavini um nýjar útgáfur á vegum Reykjavík Record Shop. Það sama á við um aðra sem hafa skráð sig á póstlista verslunarinnar. Vinnsla þessi byggir á lögmætum hagsmunum og geta viðskiptavinir hvenær sem er afskráð sig af póstlista.

Reykjavík Record Shop deilir ekki upplýsingum um viðskiptavini eða aðra þá einstaklinga sem unnið er með persónuupplýsingar um til þriðju aðila, nema slík miðlun byggi á lagaskyldu eða dómsúrskurði. Þá eru upplýsingarnar aðeins varðveittar svo lengi sem það er málefnalegt með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar.

Þeir einstaklingar sem Reykjavík Record Shop vinnur persónuupplýsingar um eiga rétt á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar verslunin vinnur um viðkomandi, afrit af upplýsingunum og eftir atvikum rétt til að fá upplýsingunum eytt. Þá hafa einstaklingarnir eftir atvikum rétt til að fá upplýsingar leiðréttar og til að andmæla vinnslu sem byggir á lögmætum hagsmunum. Óski viðskiptavinir eða aðrir eftir að nýta sér þessi réttindi á grundvelli persónuverndarlaga vinsamlegast hafið samband í gegnum reykjavikrecordshop@gmail.com eða í síma 5612299. Þá skal tekið fram að sé einstaklingur ósáttur við það hvernig Reykjavík Record Shop vinnur með persónuupplýsingar viðkomandi skal hann eiga rétt til að senda kvörtun til Persónuverndar. Sjá nánari upplýsingar á www.personuvernd.is.

Réttur að efni í vefverslun

Efni það sem birt er í vefverslun Reykjavík Record Shop kann að vera háð hugverkarétti verslunarinnar eða þriðja aðila. Öll notkun á slíku efni er háð samþykki verslunarinnar, ef frá er talin takmörkuð notkun í einkaþágu í samræmi við gildandi lög.

Ágreiningur

Komi upp ágreiningur milli verslunarinnar og viðskiptavina í tengslum við kaup í gegnum vefverslun má bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Sjá nánari upplýsingar á www.kvth.is.


Shopping Cart