Tónlistarmaðurinn Baldvin Hlynsson hefur komið víða við í Íslensku tónlistarlífi bæði sem pródúsent og lagahöfundur með hinum ýmsu listamönnum sem og „session“ hljóðfæraleikari á sviði. Baldvin útskrifaðist vorið 2021 frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi af djassbraut þar sem hann var við nám í þrjú ár. Þar var Baldvin umkringdur frábærum tónlistarmönnum auk þess að hafa aðgang að glænýju hljóðveri skólans.
Platan Motive var tekin upp í því hljóðveri vorið 2021 og var hluti af BA ritgerð og lokaverkefni Baldvins frá skólanum. Á plötunni prófar Baldvin sig áfram með að tengja saman djasstónlist, klassíska tónlist, raftónlist, kvikmyndatónlist og jafnvel rokk. Með Baldvini er einvalalið frábærra hljóðfæraleikara frá Íslandi og Svíþjóð, djass-sextett og strengjakvartett. Lög og útsetningar eru eftir Baldvin.
Baldvin Hlynsson – Flygill og hljóðgervlar
Bjarni Már Ingólfsson – Rafgítar
Björgvin Ragnar Hjálmarsson – Saxófónn
Emma Alriksson – Önnur fiðla
Olle Adell – Rafbassi
Hillevi Rasmusson Klingberg – Selló
Ragnhild Kvist – Víóla
Sammy Hsia – Trommusett og slagverk
Sara Nyman Stjärnskog – Fyrsta fiðla
Tumi Torfason – Trompet og flugelhorn