Labyrinthia er fyrsta breiðskífa íslensku rokk – og síðpönk sveitarinnar Daníel Hjálmtýsson. Breiðskífan inniheldur 10 frumsamin lög og er gefin út í tveimur útgáfum á vínyl af Reykjavik Record Shop í mjög takmörkuðu upplagi.
Ásamt Daníel eru það þeir Hálfdán Árnason og Skúli Gíslason sem sjá um flutning og útsetningar en auk þeirra koma þau Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir), Aldo Struyf (Mark Lanegan Band, Millionaire), Elín Ey (Systur) & Frederic Lyenn Jacques (Mark Lanegan Band, Dans Dans) öll við sögu á plötunni.
KEXP útvarpsstöðin í Seattle í Bandaríkjunum nefndi plötuna sem eina bestu plötu ársins 2022 og hefur lagið „No Reception“ setið á toppi vinsældalista á Ítalíu og Íslandi svo eitthvað sé nefnt. Þá fór bandaríski söngvarinn liðni Mark Lanegan fögrum orðum um tónlist Daníels og lét eftir sér; „Daníel leikur ískalt ný-goth rokk sem minnir á landslag heimahaga hans, Íslands. Ég sé hann fyrir mér á sviði í dýflissu sem áður var kirkja einhvers staðar neðanjarðar í Reykjavík“.
Labyrinthia er hljóðblönduð af þeim Bjarna Þór Jenssyni, Magnúsi Øder og Alain Johannes og sá Dave Collins um masteringu.
Um hönnun umslags sá Villi Jóns í samvinnu við Daníel Hjálmtýsson.
Frekari upplýsingar:
www.danielhjalmtysson.com
————
Labyrinthia is Icelandic act, Daníel Hjálmtýsson´s debut album. The album consists of ten original tracks performed and arranged by Hjálmtýsson, Hálfdán Árnason and Skúli Gíslason. The album is released in two very limited versions on vinyl by Reykjavik Record Shop.
Being described as a mixture of rock, post-punk and neo-goth the album includes international guest performances by Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir), Aldo Struyf (Millionaire, Mark Lanegan Band), Elín Ey (Systur) and Frederic Lyenn Jacques (Dans Dans, Mark Lanegan Band).
The late great Mark Lanegan then remarked „Daníel makes icy neo-goth which brings to mind the forbidding landscape of his native Iceland. I imagine him on a stage of a church-turned-dungeon somewhere in the Reykjavik underbelly“.
The debut album has gotten great reception both at home and overseas with American radio icon KEXP hailing it as one of the most exciting records of 2022. The single, „No Reception“ has also topped the rock radio charts in both Iceland and Italy thus far.
Labyrinthia was mixed by Bjarni Þór Jensson, Magnús Øder and Alain Johannes and mastered by Dave Collins.
The album´s artwork was designed by Villi Jóns with Daníel Hjálmtýsson
For more information:
www.danielhjalmtysson.com