Ingbjörg Turchi – Stropha

4.999kr.

Á annarri LP-plötu Ingibjargar Turchi, Stropha, má heyra innblástur úr ýmsum áttum; jazzi, tilraunatónlist, rokki og hvaðeina en áfram halda Ingibjörg og félagar að skapa sinn einstaka hljóðheim.

A1 Intro
A2 Tímabundið
A3 Epta
A4 Júlí
A5 Nuovo
B1 Physalia
B2 Neos
B3 Solo
B4 Anemos

Vörunúmer: RRS-065 Flokkar: ,

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi sl. ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum. Meðal fleiri samstarfsaðila má nefna Mikael Mána, Skuggamyndir frá Býsans, Hróðmar Sigurðsson og Soffíu Björgu, svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem frumflutt var í apríl 2021, spilað í hljómsveit í leikhúsi og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae. Hlaut platan titilinn Plata ársins í Djassflokki og Upptökustjórn ársins í Opnum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og tilnefningu til Hyundai Nordic Music Prize sama ár.

Ingibjörg Elsa Turchi: Rafbassi

Hróðmar Sigurðsson: Rafgítar og lap steel gítar

Magnús Jóhann Ragnarsson: Píanó og mellotron

Magnús Trygvason Eliassen: Slagverk

Tumi Árnason: Tenórsaxófónn, bassaklarínett, blokkflauta, sekkjapípuchanter

Björg Brjánsdóttir: Bassaflauta

Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Baritónsaxófónn

Sólveig Morávek: Klarínett

Upptökur fóru fram í Sundlauginnig og Halastjörnunni.

Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson

Upptökur á tréblásturskvartett: Hróðmar Sigurðsson

Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

Umslag: Klara Arnalds

Shopping Cart