Magnús Trygvason Eliassen & Tómas Jónsson – Bilað er best

4.999kr.

ATH. AÐ UM FORPÖNTUN ER AÐ RÆÐA. BILAÐ ER BEST KEMUR ÚT 14. JÚLÍ

Lagalisti:
A1 Jólakort frá Düsseldorf
A2 Trúðar
A3 EKO P15
A4 Geimferð í blautbúning
A5 Pabbi, hættu að spila
Bilað er best: Svíta í 4 hlutum
A6 1. Hluti; Barnamenning
A7 2. Hluti; Grande classe!
A8 3. Hluti; Reglulega vandaðar plötur
A9 4. Hluti; Heiðskír glufa fundin í vætutíð til málningastarfa; úlfaldi verður að mýflugu í ljósi hamfara-steipifúnks
A10 Hálsaskógarrispa
B1 Tan tanz
B2 Amma og afi
B3 Rjómi í mallann minn Tommi
B4 Bern blús / Bern
B5 Time to put the big coat on (thank you Paul)
B6 Afi og amma

Vörunúmer: RRS-063 Flokkar: ,

Reykjavík Record Shop kynnir: Magnús Trygvason Eliassen og Tómas Jónsson – Í góðu grilli, angurværri sveitasælu og tærandi sýru – Hljómplatan Bilað er best með tvíeykinu Magnúsi Trygvasyni Eliassen og Tómasi Jónssyni lendir á stéttinni föstudaginn fjórtánda júlí.

Notið ekki berar hendur því um ræðir sjóðheitt efni! Þeir félagar hafa í mörg ár saman sopið, súpa nú og munu um ókomna tíð súpa marga fjöruna saman í mismunandi verkefnum og mismunandi tónlistarstílum. Hér gera þeir það sem þeir gera best. Grilla. Og spila allskonar stöff sem þeir eiga til eða impróvísera með haug af gömlum og oft á tíðum biluðum græjum í bland við upptökur víðsvegar sem þeir eiga til á diktafónunum sínum. Titillinn Bilað er best vísar einmitt til hljóðfæranna sem þeir félagar aðhyllast. En ekki bara hljóðfæranna heldur líka til allra þeirra hluta lífsins sem geta verið svolítið beyglaðir og svolítið skrítnir. Í músík og í öðru. Hvað segirðu, er suð í orgelinu? Er synthesizerinn ekki innbyrðis í tjúni? Er stundum rafmagnsflökt á trommuheilanum? Okkur er bara alveg nákvæmlega sama um það. Við elskum þetta drasl.

Tómas og Magnús unnu plötuna með Friðriki Helgasyni sem hljóðritaði plötuna og hljóðblandaði. Var hann hárréttur maður með hárrétt attitjúd í verkið. Maður sem að skilur að stundum er bilað best. Friðfinnur Oculus Sigurðsson hljómjafnaði svo plötuna af mikilli natni og næmni. Páll Ívan frá Eiðum hannaði umslagið.

Þér gæti einnig líkað við…

Shopping Cart