Oyama – Everyone Left

4.199kr.

ATH. AÐ UM FORPÖNTUN ER AÐ RÆÐA

Áætlað er að Everyone Left með Oyama komi út 13. desemeber næstkomandi.

Fullt verð er 5.299 en forsöluverð hjá Reykjavík Record Shop er 4.199 kr. og boðið er upp á að sækja plötuna í verslun okkar að Klapparstíg 35 þegar hún kemur út en einnig má velja sendingarmáta með Póstinum í pöntunarferlinu.

Platan er pressuð á fagurgrænan vinyl og kemur með prentuðu innra umslagi.

A1 Painted Image
A2 Cigarettes
A3 Silhouettes
A4 Satisfied
A5 Howl at the Moon
B1 She Fades Away
B2 Sundried
B3 Through the Water
B4 The Light

Vörunúmer: RRS-070 Flokkar: ,

Platan Everyone Left með Oyama er fyrsta platan sem Reykjavík Record Shop gefur út á vínyl undir nýjum eiganda en platan er jafnframt sú sjötugasta í röðinni hjá útgáfunni.

Nýja platan frá Oyama heitir Everyone left og er fyrsta plata hljómsveitarinnar í fullri lengd síðan þau gáfu út Coolboy fyrir 10 árum og sjá því talnaglöggir að það er jafnlangt síðan að fyrsta plata Oyama kom út og verslunin var stofnuð. Eftir að hafa fylgt Coolboy eftir með tónleikahaldi lagðist sveitin í stuttan dvala, en kom svo saman aftur haustið 2021 og hófst handa við að semja nýtt efni. Það hafa orðið dálitlar mannabreytingar í bandinu og en eins og þau segja sjálf frá voru þau afar heppin að fá gítargoðsögnina Alison MacNeil til að spila með þeim á nýju plötunni. Grunnar að lögunum voru hljóðritaðir í Sundlauginni með Árna Hjörvari Árnasyni í lok árs 2023 en upptökur svo kláraðar í stúdíói Árna Hjörvars og aðstöðu Oyama vorið 2024.

Fyrstu lögin af Everyone left eru farin að hljóma á öldum ljósvakans og það er óhætt að segja að aðdáendur Oyama, draumapopps og skógláps verða ekki fyrir vonbrigðum með plötuna.

Oyama eru þau: Úlfur Alexander Einarsson , Júlía Hermannsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ragnar Jón Hrólfsson, Alison MacNeil og Kári Einarsson.

Öll lög á plötunni eru eftir Oyama, Árni Hjörvar Árnason & Oyama sáu um upptökur, Árni Hjörvar hljóðblandaði, Kevin Tuffy sá um master og hönnun umslags gerði Hrefna Sigurðardóttir.

Stefnt er að því að platan komi út föstudaginn 13. desember (krossum fingur).

Shopping Cart