Páll Óskar & Benni Hemm Hemm voru leiddir saman af Kidda hjálmi í þeim tilgangi að gera eitt lag fyrir Hljómskálann. Lagið kom auðveldlega til þeirra og þeim fannst freistandi að gera svosem eins og eitt lag í viðbót og svo kom annað lag og allt í einu var komin heil plata. Sú plata er alveg Páll Óskar og alveg Benni Hemm Hemm og fékk því titilinn ALVEG.
Palli og Benni fengu herskara af frábæru tónlistarfólki í heimsókn til sín í stúdíóið og fremsta fólk á sínu sviði til að sjá um hönnun, hljóðblöndun og masteringu og útkoman er einstakt verk þar sem sameinast ljúfar og sætar laglínur og flugbeittir textar.
Náið ykkur í eintak á meðan upplagið endist.