Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi sameina krafta sína í dúóplötu og kafa inn í heim rafgítarsins og rafbassans. Unnið er með ,,akústísk“ og raf,,element“ hljóðfæranna til að teygja og sveigja mörkin sem skilgreina hljóðfærin. Tónlistin er ósungin hljóðfæratónlist sem fellur undir jazzregnhlífina en þó má gæta áhrifa úr rokktónlist, ambient, sálartónlist og unnið er að miklu leyti með frjálsan spuna. Þau hafa bæði gefið út sínar sólóplötur hjá Reykjavík Record Shop; Hróðmar Sigurðsson (2021), (Hróðmar Sigurðsson) Meliae (2020) og Stropha (2023) (Ingibjörg Turchi). Fyrir þær plötur hafa þau hlotið verðlaun og viðurkenningar á Íslensku Tónlistarverðlaununum og víðar. Öll tónlistin á +1 er spiluð á gítara og bassa en Elvar Bragi Kristjónsson á gestaleik í einu laganna á flugelhorn.
Hróðmar Sigurðsson: Rafgítar, lap steel og pedal steel
Ingibjörg Elsa Turchi: Rafbassi
Elvar Bragi Kristjónsson: Flugelhorn í Balance
Öll tónlist á plötunni er eftir Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörgu Elsu Turchi fyrir utan Children’s Playsong sem er af plötunni “From left to right” eftir Bill Evans frá 1971.
Upptökur fóru fram í Stúdíó 415 í Hafnarhaus og í E7
Upptökustjórn: Hróðmar Sigurðsson og Örn Eldjárn í Sunray, Balance og Children´s Playsong
Hljóðblöndun: Ívar Ragnarsson og Hróðmar Sigurðsson
Hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson
Verk á umslagi: Kristín Karólína Helgadóttir
Umbrot: Gréta Þorkelsdóttir