Reykjavík Record Shop kynnir með stolti plötuna mowerpic með hinni mögnuðu hljómsveit Symfaux (borið fram Simfó). Um er að ræða hrikalega spennandi og kröftugt noise/math/rokk en í fyrra sendi sveitin frá sér hina frábæru skífu carmonk.
Symfaux samanstendur af Vigfúsi Eiríkssyni, Sturlu Sigurðssyni og Ægi Sindra Bjarnasyni og þess má geta að mowerpic er fyrsta 180 gramma pressa Reykjavík Record Shop!